skip to Main Content
Snyrtivörur Sem ég Verð Alltaf Að Eiga!

Snyrtivörur sem ég verð alltaf að eiga!

Ég á erfitt með að breyta rútínu, þannig þegar ég finn einhverja snyrtivöru sem ég elska þá held ég mér við hana.

Alltaf þegar ég fer í ferðalag þá er ég alltaf með sömu hlutina með mér í snyrtitöskunni. Allir hlutirnir í þeirri tösku eru hlutir sem ég verð alltaf að hafa. Þeir eru misdýrir en allir á frekar ódýru verði. Þetta er listinn minn.

Snyrtivörur: Það eru ekki mikið af snyrtivörum sem ég nota, en ég get einhvernveginn ekki sleppt þessum frá mér.

 • First Aid Beauty; Pure Skin Face Cleanser.

Þessi er mjög þægilegur og ekki harður á húðina, hann ertir ekki augun heldur. Ég tek eftir að hann nær nánast öllu af húðinni minni og þarf varla hjálp við að ná farðanum af.

 

 • Garnier; Micellar Cleansing Water

Ég nota þennan eftir First Aid Beauty Cleanser-inn til að ná allri förðun af húðinni. Með bómul þá kemst ég á staðina sem ég náði ekki að taka farðan af með hinum.

 

 • Nivea; Soft Cream

Þetta krem er það besta sem ég hef notað. Ég á erfitt að finna krem sem skilur húðina mína eftir með mjúka en ekki ataða í olíu. Ég er með viðkvæma húð og á erfitt með að finna krem sem gefur mér ekki útbrot. Þetta virkar bæði á andlit og líkama og ég fer hvergi án þess.

 

Andlitsfarði: Ég er fíkill í andlitsfarða. Ég á heilan helling af því. Ég farða mig til gamans og elska að gera mig fína. Ég gæti talað endalaust um farðann minn en ég valdi það helsta sem ég nota.

 • Benefit; Hoola Lite Bronser

Image result for hoola lite

Ég er með rosa ljósan húðlit, þá er þetta besti bronser sem ég hef nokkurn tímann notað. Þetta er smooth og flottur litur fyrir þá sem eru í ljósari kantinum. Eftir ég fór í þennan á ég erfitt að finna annan sem er svipaður í lit og gæðum á lágu verði.

 

 • Maybelline; Fit me! loose setting powder

Image result for maybelline fit me loose setting powder

Alveg eins og með Hoola Lite bronser-inn er þetta lausa púður æði, það er mikill valmöguleiki á lit og er frekar ódýrt púður. Ég nota þetta aðallega til að setja meikið og hyljarann minn.

 

 • Mac; Fix+

Image result for mac fix+

Mac Fix+ getur verið mikið afhlutum. Það getur verið primer og settingspray. Ég nota það aðallega til að festa förðuninna mína og halda henni fínni allan daginn. Þetta er í dýrari kantinum en þess virði.

 

 • Morphe; Jaclyn Hill Palette

Image result for jaclyn hill palette

Þetta er uppáhalds pallettan mín! Hún er með alla liti sem ég elska! Litríkt og bæði shimmerar og mattaðir augnskuggar. Augnskuggarnir eru smooth og auðveldir til að blanda.

 

 • Morphe: 35O Palettan

Image result for morphe 35o palette

Þessi paletta er eitt af mínum uppáhalds. Áður en ég fékk Jaclyn Hill palettuna var þessi mín uppáhalds.

 

Burstar: Eins og með farðann á ég helling af burstum. Ég á rúma 40 bursta. Þetta eru þeir sem ég tek alltaf með mér því ég get gert hvaða lúkk sem er með þessum burstum.

 • Morphe M400
 • Morphe S94
 • Morphe M106
 • Morphe R36
 • Morphe M518
 • Morphe M326
 • Morphe E28
 • Morphe M222
 • Morphe M433
 • Morphe M330
 • Inglot 10S
 • Inglot 6SS
 • Mac 224

Þessir burstar eru allt sem ég þarf, púðurbursti, highliter bursti, bronserbursti, og allskonar burstar fyrir augun. Þeir eru flestir morphe burstar vegna þess þeir eru ódýrir, sérstaklega ef maður kaupir þá á netinu. Ég er handviss um að þessir burstar eru allt sem maður þarf til að gera eitthvað lúkk.

 

Þetta eru allar snyrtivörurnar sem ég hef alltaf með mér hvert sem ég fer, ég gæti aldrei farið neitt án þeirra.

Helga Rut

Ég er 22 ára gömul, á tvær litlar stelpur og bý í Njarðvík. Ég hef áhuga á tónlist, förðun, bakstri og mest af öllu börnunum mínum!

Back To Top
×Close search
Search