skip to Main Content
Uppáhalds Merkið Mitt

Uppáhalds merkið mitt

Ég hef aldrei verið mikið fyrir merkjavörur. Kannski hef ég bara einblítt á að vera ekki að eyða of miklum pening í veraldlega hluti. Þá er ég samt ekki að meina að mér hafi aldrei langað til þess að eignast einhvað eftir ‘alvöru’ hönnuð.

Fyrir nokkrum árum kolféll ég fyrir Michael Kors töskum, veskjum og fleiru. Og síðan þá hefur mig alltaf langað til þess að eignast MK tösku.

Þegar ég var síðan ófrísk af Amelíu 2015 kom kærastinn minn mér heldur betur á óvart þar sem að hann hafði pantað eina slíka handa mér. Hann kom með hana til mín surprise og bað mig um að opna pakkann.

Ég vissi eiginlega ekki hvert ég ætlaði, þessi taska er svo sjúklega flott !
& þar með varð aðdáun mín á MK enn meiri, þó ég eigi enn bara þessa einu tösku. Ég tými ekki einu sinni að nota hana hvert sem ég fer (hversu klikkað).

Þar á eftir verð ég eiginlega að segja að Ittala – Ultima thule sé mitt uppáhalds. Mér finnst það svo flott lína og ætla ég mér að safna sem flestu í því, þó að það taki mig mörg ár.

Lengra verður það ekki í bili
Kveðja,

Katrín Helga

Katrín Helga - 25 ára - Móðir - Sjúkraliði - Stúdent - En mest að öllu ég sjálf :)

Back To Top
×Close search
Search