skip to Main Content
Einn-einn-tveir Er Eina Númerið Sem þú þarft Að Kunna Og Kenna Börnum þínum.

einn-einn-tveir er eina númerið sem þú þarft að kunna og kenna börnum þínum.

Það var árið 2007 og vor í lofti ég var ný fermd og fékk í fermingargjöf að velja mér nýtt rúm frá mömmu og pabba. Ég bjó í Danmörku á þessum tíma og hafði á fimmtudegi farið með foreldrum mínum að kaupa nýtt rúm. En verslunin sem við keyptum rúmið í var nokkra klukkutíma í burtu svo við komum seint heim aftur og ekki tími til að setja saman rúmið.

Það kom svo nýr dagur, föstudagur og ég var orðin mjög spennt að setja saman nýja rúmið. Ég var búin snemma í skólanum og pabbi búin að vinna um hádegi svo þegar hann kom heim þá fórum við tvö saman í að setja saman nýja rúmið. Það gekk brösulega vægt til orða tekið. Það endaði á smá þrjósku í pabba og soldil átök, með því náði rúmið að skera hann pabba nánast á púls. Ég sá þetta gerast og það var hræðilegt.
Ég kunni ekki skyndihjálp á þessum tíma og vissi ekkert hvað ég ætti að gera ég varð skíthrædd og sagði stanslaust við pabba „við verðum að hringja í 112 við verðum“.

Það fossblæddi úr sárinu, en pabbi var ekki á sama máli, bað mig að sækja viskustykki sem hann svo vafði um sárið, dreif sig út í bíl og keyrði sjálfur uppá slysó. Ég var skilin eftir ein heima. Ég var skíthrædd og grét eins og ég fengi borgað fyrir það. Ég hélt í alvörunni að pabbi minn væri bara að syngja sitt síðasta, var hrædd um hann einan í umferðinni með opið sár sem blæddi mikið úr. En sem betur fer fór þetta allt saman vel og pabbi kom heim á lífi. Þetta hefði getað farið verr, rúmið hefði getað skorið pabba á slagæðina. Hann og við fjölskyldan vorum bara heppin að ekki fór verr.

Í dag er 112 dagurinn sem er haldin á hverju ári um allt land. 112 er samræmt neyðarnúmer um Evrópu og er þessi dagur því haldin víða til þess að minna á að aðeins þarf að kunna þetta númer til að fá aðstoð í neyð.  Í ár er einbeitingunni beitt af öryggismálum heimila. Hvernig er hægt að tryggja betri öryggi á heimilum almennt. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á heimilum sem dæmi, eldur, alvarleg veikindi og slys og fleira. Hættan gerir ekki boð á undan sér.

Það er ótrúlega mikilvægt að huga að öryggi á heimilinu sínu. Það er hægt að gera með ýmsum viðbrögðum. Mér finnst mikilvægt að öll heimili hafi: Góða og virka reykskynjara, reyktæki, eldvarið teppi og góðan sjúkrakassa (sem er passað að fylla á þegar þörf krefst) og að kunna skyndihjálp.

Eitt sem á til að gleymast líka í okkar nútíma samfélagi er heimasími, hversu mikilvægur hann getur verið. Í dag eru mörg heimili sem hafa ekki heimasíma. En það getur verið hættulegt að hafa hann ekki til staðar. Börn sem lenda í aðstæðum þar sem þau þurfa að hringja í einn-einn-tveir eiga ekki að þurfa að standa í stappi við að nálgast síma að hringja úr. Jafnvel er kóði á farsíma foreldra sem þau kunna ekki og geta þá ekki opnað síman til að hringja.
Hvað ef dæmi:
foreldri fær hjartaáfall er eitt með barni sínu heima, getur ekkert gert og engin sími til staðar nema farsími sem barn kann ekki að opna?
við verðum að passa uppá öryggi okkar og barna okkar, þau verða að komast í síma auðveldlega til að geta hringt í einn-einn-tveir.

Ég mæli með að foreldrar geri ráðstafanir með heimilissíma. ef þið viljið ekki hafa heimasíma þá verður annað hvort barn að eiga síma eða það þarf að kenna barni einföldustu leiðina að hringja í einn-einn-tveir á ykkar símum. Á sumum símum er hægt að ýta á hliðartakkana nokkru sinnum og þá hringir í neyðarlínuna, en ekki á öllum. Svo er 112 appið algjör snilld og mæli ég með að fólk kynni sér það og sýni börnum sínum.
Tryggjum okkar öryggi, tryggjum öryggi barna okkar.

Förum varlega.
Við eigum bara eitt líf.

Back To Top
×Close search
Search