skip to Main Content
12 Myndir Sem Fá þig 99,9% til þess Að Væta Aðeins Augun

12 myndir sem fá þig 99,9% til þess að væta aðeins augun

Sumarið okkar hefur nú heldur betur verið dásamlegt, allavega hér fyrir sunnan, það líta allir út eins og þeir hafi verið 2 vikur á spáni. En svo koma kósý rigningadagar, þá er gott að leggjast upp í sófa, kúra undir teppi og horfa á góða bíómynd. Mig langar að mæla með hér að neðan 12 sorglegum, átakanlegum og góðum bíómyndum sem ég hef horft á og gefa þeim einkun út frá minni skoðun á þeim 1-10. Þar sem ég vil ekki skemma myndirnar fyrir ykkur ætla ég að hafa stutta texta við hverja mynd, vil ekki segja frá of miklu.

1. Dear Zachary

það er ekki að ástæðulausu sem þessi mynd kom upp í hugan hjá mér strax. þessi heimildarmynd er mjög átakanleg. Ég hef mælt með þessari mynd fyrir marga. Á meðan myndin hefur fallegan tilgang þá er þetta einnig ógeðsleg, sorgleg og óréttlætanleg sönn saga. Maður upplifir margar tilfinningar í þessari mynd og trúið mér tárin munu streyma.
Einkun: 10/10

 

2. My sisters keeper

Falleg og á sama tíma mjög sorglegt mynd um unga stelpu sem glímir við alvarleg veikindi.
Ég græt alltaf jafn mikið þegar ég horfi á hana.
Einkun: 9/10

 

3. Room

Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum og fjallar um konu sem er lokuð inni í litlu herbergi til margra ára. Þetta er rosalega átakanleg mynd.
Einkun: 9/10

 

4. The boy in the stiped pajamas

Sorgleg saga byggð á sönnum atburðum frá tíma Hitlers. Fjallar um strák sem hittir annan strák sem er lokaður inni í útrýmingarbúð nasista.
Einkun: 10/10

 

5. The theoary of everything

Þessi mynd er byggð upp á atburðum úr lífi Stephen Hawkin, konu hans og börnum. Mjög falleg og sorgleg saga.
Einkun: 8/10

 

6. Marley and Me

Þessi mynd er svo falleg, ég myndi mæla með að allir horfi á hana, hún fjallar um fjölskyldu með hund sem er algjört æði.
Einkun: 7/10

 

7. The Blind side

Mynd sem er byggð á sönnum atburðum úr ævisögu Michael Oher. Hann var heimilislaus en kynntist yndislegri konu sem Sandra Bullock leikur.
Einkun: 8/10

8. Still Alice

Þessi mynd er um konu sem greinist mjög ung með Alsheimer.
Einkun: 7/10

9. The pursuit of happyness

Þessi er klassík, sannsöguleg mynd um mann sem er ekki í góðum málum fjárhagslega en vinnur sig upp og allt endar vel.
Einkun: 10/10

10. P.s. I love you

Þessi er ein af mínum uppáhálds myndum. Hún fær þig til þess að hlæja og gráta á sama tíma. Falleg ástarsaga.
Einkun: 10/10

 

11. The foult in our stars

Þessi er ótrúlega falleg, mynd um 2 ungmenni sem glíma við krabbamein og hafa drauma sem þau ætla að gera að veruleika saman.
Einkun:8/10

 

12. The Notebook

Hver hefur ekki séð þessa? þetta er mynd sem er skilduáhorf á myndi ég segja. Bæði fyrir stráka og stelpur. Ef ykkur langar að sjá makan ykkar gráta yfir fallegri ástarsögu þá er þetta myndin sem þú skellir á.
Einkun: 10/10

 

Nú er rétti tímin til þess að velja mynd og skella henni á. Ef þú ert viðkvæm/ur eða ekki viðkvæm/ur mæli ég með að hafa smá pappír til hliðar bara svona ef ské skildi að það myndu fella eins og 1-2 tár. Ég græt yfir öllum þessum myndum, kannski er ég viðkvæm, kannski ekki hver veit?

Back To Top
×Close search
Search