skip to Main Content
Afhverju þú ættir Að Drekka Meira Vatn

Afhverju þú ættir að drekka meira vatn

Við heyrum oft talað um það hversu hollt, gott og mikilvægt það sé fyrir líkamann að drekka vatn. En við lítum mörg framhjá því eða hreinlega gleymum því að drekka vatn. En það er heldur ekki nóg bara að drekka vatn. Það skiptir miklu máli að drekka nógu mikið vatn. Það er ekki til nein staðfesting á því hversu mikið vatn hver manneskja þarf daglega, en það hefur verið talað um og mér finnst gott að styðjast við, að drekka 1 lítra af vatni á móti hverjum 25 kg af líkamsþunga.

Dæmi: 75 kg manneskja þarf að drekka 3 lítra en 100 kg manneskja þarf að drekka 4 lítra.

Ég sjálf var ekki nógu dugleg að drekka vatn í langan tíma. En ég gerði mér það markmið í byrjun árs að drekka meira vatn og helst ekkert annað en vatn. Það hefur tekist mjög vel.

Jújú ég fæ mér stundum Nocco, en ekkert á hverjum degi, bara þegar mig virkilega vantar koffín. Þá er gott að grípa í einn Nocco. Það eru  engar kaloríur í Nocco, sem er jákvætt. En auðvitað er lang best að drekka bara vatn.

Afhverju er svona mikilvægt fyrir þig að drekka vatn?

Það eru til óteljandi ástæður fyrir því að fólk ætti að telja sér það að drekka nógu mikið vatn. Sem dæmi er 2/3 af líkama okkar gerður úr vatni, svo það er mjög mikilvægt að drekka vatn til þess að öll líkamsstarfsemi starfi sem best.

Ef ég er ekki enn búin að sannfæra þig um drekka meira vatn, þá eru hér að neðan 13 ástæður sem gætu haft áhrif á hugsunarhátt þinn á vatnsdrykkju.

 • Vatn losar um bjúg.
 • Vatn er besta náttúrulega lausnin við höfuðverk.
 • Vatn kemur í veg fyrir öldrun húðar.
 • Vatn kemur í veg fyrir þura húð.
 • Vatn kemur í veg fyrir að neglur brotni.
 • Vatn getur hjálpað til við að léttast.
 • Vatn hjálpar heilanum við að halda betri einbeitingu.
 • Vatn hefur góð áhrif á andlega líðan.
 • Vatn hjálpar líkamanum að losa sig við úrgangsefni úr líkamanum.
 • Vatn er gott ef þú ert með hægðartregðu.
 • Vatn getur komið í veg fyrir veikindi.
 • Vatn inniheldur engar kaloríur.
 • Vatn getur komið í veg fyrir þynnku.

Vertu alltaf með vatn við hliðina á þér

Mér persónulega finnst besta lausnin fyrir mig, til þess að gleyma ekki vatninu, að vera alltaf með vatnsflösku nálægt mér. Það er líka mikilvægt að mínu mati að nota flösku úr gleri, því þá helst vatnið kaldara og ferskara í lengri tíma.

Ég keypti mér nýja 600 ml flösku um daginn. Ég hef verið dugleg að drekka vatn á þessu ári, en eftir að ég keypti flöskuna hefur vatnsdrykkja mín orðið mun betri. Það greinilega skiptir máli að eiga góða og fallega flösku.

Flaskan er úr gleri með skrúftappa og merkt Chanel. Mér finnst hún svo sjúklega falleg að mig langaði að deila með ykkur hvar ég fékk flöskuna (ekki ad). Flaskan er keypt á Snobb.is

Mæli klárlega með að næla sér í svona flösku ❤

 

… og nú er komin tími á að fylla á flöskuna mína, þangað til næst.

 

Back To Top
×Close search
Search