skip to Main Content
Hrósaðu

Hrósaðu

Við viljum öll fá hrós, er það ekki?

Hrós er eitthvað sem mér finnst við flest nota allt of lítið í okkar nútíma samfélagi, nema þá kannski komment á myndir á samfélagsmiðlum. Afhverju erum við ekki duglegri að hrósa hvort öðru í daglegu lífi?
Það er dulin ráðgáta fyrir mér.

Ég get talið á annari hendi hversu oft sem dæmi fyrrum yfirmaðurinn minn gaf mér hrós.
Ég er alls ekki að setja út á neinn. Ég er duglegur starfsmaður og ég veit það sjálf og allt það.
En ég vil fá hrós þegar ég á það skilið ekki bara í starfi heldur líka bara ef ég er að gera góða hluti í lífinu.

Við erum mis góð í að taka hrósum en við viljum fá þau.
Ef ég er að gera eitthvað sem er vert að hrósa, þá finnst mér gaman að fá hrós.
Það lífgar svo mikið upp á daginn að fá gott hrós.

Dæmi sem ég lennti í nettó um daginn:

Amilía, dóttir mín 3 ára sem er mjög ákveðin ung lítil ráðskona var að biðja um að kaupa eitthvað morgunkorn sem ég veit að henni finnst viðbjóður og öllum öðrum á heimilinu finnst það líka. En hún vildi kaupa það útaf myndinni framan á helvítis kassanum!

Amilía: Mammaaaaa ég vil fá svona!
Ég: Amilía það er ekki í boði núna og þér finnst þetta ekki gott.
Amilía: Jú mamma víst finnast mér þetta gott.
Ég: Ok ástin mín en þetta er ekki í boði núna.

Amilía verður þá reið og hendir nokkrum Cheerios pökkum í gólfið. Ég stóð á meðan salla róleg og sagði að svona gerir maður ekki, sagði henni svo að þegar hún væri tilbúin þá mætti hún ganga frá því sem hún hennti í gólfið og halda svo áfram að versla við ættum nú eftir að finna mjólkina og jarðarberin.

Þarna náði ég að dreifa athygli hennar og halda ró minni á meðan í staðin fyrir að verða pirruð á þessu og hóta að fara út í bíl sem dæmi.
Amilía týndi svo upp Cheeriosið og raðaði í hillurnar og hélt svo spennt af stað að finna jarðarberin.

Ókunnug eldri kona sem horfði upp á þetta fyrir aftan okkur hrósaði mér fyrir að vera fyrirmyndar móðir. Þetta fannst mér alveg dásamlegt hrós og frá ókunnugri manneskju.

Þetta gerði daginn minn svo miklu betri
takk þú yndislega kona.

Hrósin okkar verða að koma frá hjartanu.

 

Þegar ég hrósa er það alltaf eitthvað sem ég meina virkilega, það skiptir miklu máli að vera ekki að ljúga að manneskjunni sem þú ert að hrósa. Ég er allavega þannig að ég les fólk mjög fljótt, svo ég veit alveg hvenær fólk er að meina það sem það segir eða ekki.

Það er ömurlegt að fá hrós sem þú veist að aðilinn er ekki að meina, þá er bara mikið betra að sleppa því frekar. En þessi tilfinning að fá einlægt gott hrós er best í heimi.

Nú ætlum við að standa saman

Það styttist í jólin og mig langar að koma fallegum boðskap af stað. 
Mig langar að allir sem lesa þessa grein reyni að hrósa einhverjum einu sinni á dag. Alveg sama hverju er hrósað, bara að það komi frá hjartastað. 
Bara eitt hrós á dag ætti ekki að vera erfitt. 

Ég ætla að gerast frekar djörf og reyna að halda mig við 2 hrós á dag. 
Ég vil að barnið mitt alist upp við að henni sé hósað fyrir góða hluti, það er svo uppbyggjandi. 
En þú? viltu ekki vera með? 

Back To Top
×Close search
Search