skip to Main Content
Hatrið Mun Sigra Samfélagsmiðla

Hatrið mun sigra samfélagsmiðla

Ég held að það hafi ekki farið framhjá neinum að framlag Íslands í Eurovision, Hatari hafi komist áfram á þriðjudaginn seinasta í aðal keppnina í Eurovision sem verður haldin á laugardaginn. Loksins er Ísland í aðal keppninni, eftir að hafa ekki komist áfram í 4 ár í röð.

það verður partý á laugardaginn. 

Það er svo skemmtilegt hvað það eru margir íslendingar sem fylgjast með Eurovision. Mér hefur fundist íslendingar almennt ánægðir með lagið okkar í ár, margir þó á móti klæðnaði þeirra. Mér finnst allt við þetta lag gargandi snilld. Bæði það sem Hatari eru að berjast fyrir og hvernig þeir gera það. Þeir eru bara svo svalir. Það eru svona lög sem komst áfram, það eru allir orðnir þreyttir á ballöðum.

Samfélagsmiðlar í kringum Hatara

Samfélagsmiðlar hafa verið mjög virkir í kringum hatara. Það er gaman að sjá hverjir eru aðdáendur Hatara.

Sá sem sér um að svara kommentum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er snillingur.

Lögreglan á suðurnesjum tekur líka þátt.

Bónus svínið #allaleid

Hvar ætli þessi sé staddur núna?

BDSM búningar er ekki einhvað sem maður sér á sviði Eurovision á hverjum degi.

Meðlimir Hatara eru þekktir fyrir að vera með mjög sérstaka framkomu í viðtölum og á sviði og svo auðvitað eru hlutir eins og BDSM búningar sem þeir klæðast sem er ekki einhvað sem sem fólk sér á hverjum degi og hafa því Hatarar vakið mikla athygli í Evrópu.

Ég hef fulla trú á að Ísland taki þetta í ár.

Ég hef ekki oft trú á lögum sem Ísland hefur verið að senda frá sér í þessa keppni. En ég hef fulla trú á Höturum og bíð spennt eftir laugardeginum.

Hatrið mun sigra!

 

 

Back To Top
×Close search
Search