skip to Main Content
Holl Pizza Með Guðdómlegri Hvítlaukssósu

Holl pizza með guðdómlegri hvítlaukssósu

Pizza er einn af uppáhálds matnum mínum en það versta er hvað hún getur verið óholl, sérstaklega þá pönntuð pizza. Ég er aðeins að byrja að taka til í matarræðinu mínu, engar öfgar, ég veit það virkar ekki en ætla að reyna að velja alltaf hollari kostin án þess þó að banna mér neitt því þá bara spring ég á endanum.

Mig langar að segja ykkur frá uppáhálds heimagerðu pizzunni minni og ætla að setja uppskrift hér að neðan.

Allt hráefni sem þarf í pizzadeigið

Uppskrift

5 dl Spelt (Ég nota alltaf 3 af fínu og 2 af grófu spelti)

3 tsk Vínsteins Lyftiduft

1 tsk salt

2 tsk pizzakrydd

3 dl ab-mjólk

2 msk olía

 

Aðferð

Byrjið á að setja í skál öll þurrefnin, setjið svo olíuna út í, svo 1 dl í einu af ab-mjólkinni og hræra saman. Þegar þú ert búin að setja alla ab- mjólkina út í hnoðaðu þá degið saman, degið þarf ekkert að standa maður getur farið bara beint í að fletja út pizzuna. En fyrst þarf að forbaka pizzuna í 5 mín á 200° þá lyftist botninn aðeins upp. Svo er bara að skella áleggi á pizzuna og inn í ofn aftur á 200° í 10-15 mín.

Mér persónulega finnst mjög gott að setja á pizzuna skínku, hakk, létt pepperoni (frá SS), lauk og ost svo smá dass af pizzakryddi yfir allt. setja svo slatta af ruccola og hvítlauks-jógúrtsósu  yfir hún gerir útslagið.

Hvítlauks-jógúrtsósa

Ég hef heyrt frá mjög mörgum hvítlauks-aðdáendum að þessi sósa sé geggjuð. Ég bara man ekki hvort einhver hafi sagt mér frá henni eða hvað hef allavega búið til hana í einhver ár. Það besta við sósuna er að hún er ekki óholl svo maður fær ekki samviskubit yfir að fá sér dass af henni.

Innihald í sósunni

Uppskrift

200 gr grísk jógúrt

1 tsk hvítlaukssalt

1 tsk sjávarsalt

1/2-1 hvítlaukur pressaður

Vatn eftir smekk

Aðferð

hráefnin eru öll sett í skál og hrært saman. Ég þynni sósuna alltaf með vatni, set bara lítið í einu. Svo finnur maður bara hvernig maður sjálfur vill hafa sósuna.

 

Verði ykkur að góðu🍕

 

 

 

 

 

 

Back To Top
×Close search
Search