skip to Main Content
Lífið Er Of Stutt Til Að Flýta Sér

Lífið er of stutt til að flýta sér

Það var laugardagur, 19 janúar og klukkan að ganga miðnætti. Það var búið að snjóa meira en hefur sést hér í Reykjanesbæ í allan vetur og umferðarvegir ekki í sínu besta ástandi. ég var á leiðinni í vinnuna. Ég var að byrja í nýrri vinnu sem er í Hafnarfirði, Ég bý í Keflavík svo ég þarf að keyra Reykjanesbrautina til að fara í vinnuna. Brautin var í slæmu ástandi og ekki búið að salta/skafa. Mikið slabb, snjór og hálka. Ekki var hægt að keyra ofan ì djúpu hjólförunun sem einkenna Reykjanesbrautina á köflum. Það gerði að verkum að ökumenn þurftu á köflum að vera aðeins inná vinstri akrein til að minnka áhættu á að lenda ofan í slabbinu og fara útaf.

Ég í sakleysi mínu hélt að ökumenn væru almennt að fara varlega í svona aðstæðum, en svo er greinilega ekki. Þegar ég var að keyra framhjá Vogunum var bíll sem tók framúr mér á allavega 110-120 km hraða, ég fékk sjokk og bað fyrir að lenda ekki með helvítis fanntinn í hliðinni á mér og fara útaf. Ekki var þetta öll sagan. Aðeins um 5 mín seinna var vegurinn mjög slæmur og ég aðeins inná vinstri akrein til að lenda ekki í slabbinu. Þá kemur í alvöruni RÚTA full af fólki og brunar framúr mér, sem varð til þess að ég þurfti að fara ofan í djúpu förin og í allt slabbið, það tók smá tíma að mana mig í það og þá var rútan farin að flauta á mig! Í ALVÖRU HVAÐ ER AÐ! Það segir sig sjálft að þegar aðstæður eru á þennan veg þá á fólk að fara varlega og keyra hægar. Ég var að keyra á 70-80 km hraða sem var bara fínn hraði því það voru nokkrir bílar fyrir aftan mig sem héldu sér á sama hraða og ég og voru ekki að taka fram úr.

Mér finnst þetta svo mikil óvirðing, Okei ef fólk vill keyra eins og fíbl þá má það bara gera það eh staðar þar sem enginn er nálægt uppi í sveit eða eitthvað. Ef fólk er í bílveltu/bílslysa hugleiðingum má það líka bara vera eh staðar þar sem annað fólk er ekki að keyra sem þykir vænt um líf sitt. Get the fuck out of here.

Nei en svona í alvöru talað hvað er það sem fær fólk til að þurfa að flýta sér svo mikið að það er ekki einu sinni að hugsa um slysahættuna sem það gæti verið að valda. Það skiptir mig allavega engu máli þó ég sé 5-10 mín lengur að keyra á áfangastað, ef ég er öruggari við það.

Nú hef ég ekki áður þurft að keyra Reykjanesbrautina jafn oft á stuttum tíma. En í þau skipti sem ég hef verið að keyra í „Bæinn“ hef ég nánast undantekningarlaust orðið eitthvað hrædd/smeik á leiðinni þegar ég er stödd á Reykjanesbrautinni. Ekki bara í hálku, líka á góðum sumardögum. Afhverju spyr fólk sig kannski, það eru nokkrar ástæður fyrir því.

Það eru fjórir hlutir sem er ég hræðist á Reykjanesbrautinni

Fyrsta lagi: Vegirnir. Það er á köflum mjög slitin Reykjanesbrautin, hjólför orðin allt allt of djúp og er mjög varasamt þegar það er úrkoma.

Öðru lagi: Einbreiði kaflinn á Reykjanesbrautinni, þegar maður er að koma í hafnarfjörð. Mér finnst alveg merkilegt að ekki sé enn búið að tvöfalda alla brautina, það hafa orðið mörg slys og þetta er bara hræðilegt. Þegar að ég keyri þennan kafla af brautinni, er ég alltaf með hjartað í buxunum. Bíð eftir að fá bíl á móti mér á mig. Það þarf ekki nema nokkur sekúndubrot þar sem ökumaður er ekki með athygli við aksturinn og BÚMM þú færð bíl beint framan í þig og átt ekki miklar lífslíkur eftir það.

Þriðja lagi: Bílaleigubílar (túristar). Þeir eru stór hættulegir oft á tíðum sveiflandi sér á milli akreina þegar henntar og eru ekkert að gefa manni tíma í að meta aðstæður og hægja á sér ef þess er þörf. Ekki er óalgengt að þeir keyri annað hvort allt of hratt eða allt of hægt sem getur líka verið hættulegt. Það er einfaldlega eins og margir túristar hafa fengið bílprófið sitt í cheerios pakka.

Fjórða lagi: Náttblinda, Þegar það er mikil úrkoma og dimmt úti er hættulegt að keyra Reykjanesbrautina á leiðinni í Reykjavík ef maður sér illa í myrkri. Afhverju spyrja kannski sumir sig. Jú vegna þess að af einhverri ástæðu, sem mér finnst óskiljanleg, eru bara ljósastaurar öðru megin á brautinni. Steikt ég veit.

Stjórnvöld viljiði gjöra svo vel að girða upp brók. Þetta er ekki í lagi, það verður að klára tvöföldunina á Reykjanesbrautinni. Það er ekki í boði að gera það á 15 árum, eins og fram hefur komið.
Þetta þarf að gerast strax. HVAÐ þurfa margir að deyja áður en það er gert eitthvað, hvað viljiði hafa mörg glötuð líf á ykkar höndum?

Það sem er mikilvægt að gera á meðan aðstæður eru ekki eins og þær eiga að vera, er að fólk sýni tillit og fari varlega á Reykjanesbrautinni. Það vill engin hafa glatað líf í sínum höndum.

Þú átt bara eitt líf.
Ég á bara eitt líf.
Förum varlega.

 

 

Back To Top
×Close search
Search