skip to Main Content
Nú Segjum Við Stopp, Við Látum Ekki Bjóða Fólkinu Okkar þessa Mismunun

Nú segjum við stopp, við látum ekki bjóða fólkinu okkar þessa mismunun

Hæ ég heiti Agnes Gunnþóra Sveinsdóttir og ég er íslendingur. Nei eins og staðan er í dag, get ég ekki sagst vera stoltur íslendingur. Ég veit ekki með ykkur hina íslendingana, en ég er búin að fá nóg. Við getum öll verið sammála um það að eitthvað mikið er að fara að gerast ef ekki fer að takast að semja við stéttarfélögin á íslandi og það verður ekki fallegt.

Ég er komin með nóg af því að glæpamenn og dónar stjórna landinu okkar. Menn sem fá afskráð margar milljónir afþví bara og menn sem eru með svona sorakjaft eins og náðist á upptöku á klausturbar eiga ekki að vera að stjórna landinu okkar punktur.
Þetta mál er bara gleymt og það er ekki komið hálft ár síðan.

Ég er komin með nóg af því hvernig farið er með ellilífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólk í landinu okkar. Laun þeirra eru ekki lengur í samræmi við leiguverð, matarkostnað, og aðrar lífsnauðsynjar. Mikið af öryrkjum eru að flytja erlendis til þess að geta lifað betri lífi. „Flýja“ úr landi.

Ég er komin með nóg af yfirgnæfandi miklum launahækkunum hjá fólki sem hefur góð laun nú þegar. Ég er orðlaus yfir launahækkun hjá bankastjóra Landsbankans, frá 2015-2019 hafa launin hækkað um 60%. Þetta er gjörsamlega út í hött. En það sem er enn verra er að þó hún hafi fengið þessa svakalegu launahækkun, þá á hún samt langt í land að ná launum hjá bankastjóra ríkisrekna banka íslands „Íslandsbanka“ sem er rekinn 100% af ríkinu. Því þar er bankastjórinn með 5,8 milljónir á mánuði í laun og þetta fara skattarnir okkar í.

Afhverju erum við að borga 1 manneskju 5,8 milljónir á mánuði. Það gætu 8 manns haft það gott með um 720/730 þús á mánuði í staðin og sinnt öðrum mun mikilvægari störfum eins og að bjarga lífum, eins og hjúkrunarfræðingar gera sem dæmi.

Hvar bý ég?

Ég bý í landi þar sem litið er framhjá svona löguðu, eða kannski ekki lítið framhjá, en eftir hálft ár verður búið að gleyma þessu og fólk kýs svo í næstu kosningum sama pakkið til að stjórna landinu aftur og við förum í skítinn aftur. Það er alltaf svo mikið F*** up í landinu að eftir hálft ár verður það eitthver nýr skandall. „Bjarni Ben/Icehot1 mun fara aftur á kreik og halda swingerparty í nýju höllinni sinni“ Nei ég segi svona en þetta væri alveg trúverðugur titill fyrir næsta „skandal“ á landinu.

Mig líður stundum eins og ég búi á einhverju „djók landi“ og það eigi bara eftir að pikka í mig og segja djók. En svo er ekki. því miður sannleikurinn getur verið sár.

Við þjóðin verðum að standa saman og stoppa þessa vitleysu af. Það er ekki nóg að tala um hlutina, það þarf að gera þá líka og standa við loforð sín.

Ríkisstjórn vér mótmælum.

Við ætlum ekki að láta skemma landið okkar.
Við ætlum ekki að láta vaða yfir okkur.
Við ætlum ekki að láta fólk komast upp með að vera með 5,8 milljónir á mánuði í laun á meðan lægstu laun duga ekki fyrir því að lifa.
Nú segjum við stopp, við erum ekki fíbl!

Fjölmennum á Austurvelli á Laugardaginn kl 14:00 í Hungurgöngunni og styðjum við bakið á þeim sem minna mega sín. Við eigum öll að geta lifað lífi án þess að þurfa að hugsa hvort það verði hægt að fá að borða á morgun. í hvaða starfi sem er eða sem öryrkjar eða ellilífeyrisþegar.

hægt er að lesa meira um hungurgönguna hér
https://m.facebook.com/events/381602339305224?tsid=0.1655087079427111&source=result

Sjáumst á Austurvelli

 

Back To Top
×Close search
Search