skip to Main Content
10 Hlutir Sem þú Vissir örugglega Ekki Um Mig.

10 hlutir sem þú vissir örugglega ekki um mig.

Ég, eins og hinir hjá Vynir.is, ætla að halda keðjunni áfram og segja ykkur 10 hluti sem þið vissuð örugglega ekki um mig. Margir myndu halda að ég sé opin bók en ég er í raun ekki svo opin. Ég einungis deili því sem ég vil deila.

1.Ég er mikil fjölskyldumanneskja. Ég er mjög ströng á því að halda fljölskyldutengslunum mínum sterkum.

2.  Ég er með fáránlegan hlátur, þegar mér finnst eitthvað svaka fyndið þá hlæ ég eins og asni. Spurðu hvern sem er sem hefur heyrt mig hlægja ef þú trúir mér ekki. Sumir líkja hlátrinum minn við asna, bíl að drifta, bilaðann gírkassa og margt fleirra.

3. Ég er með tvö eiginnöfn, Helga Rut. Rut er ekki millinafn. Þetta lærði ég fyrir nokkrum vikum sjálf. Hélt alltaf að Rut væri millinafn.

4. Ég trúi á Móðurnáttúru. Skil vel að það hljómar skringilega, en ég trúi á það sem biblían segir varðandi kærleika, von og trú. En ég trúi að æðri mátturinn sé ekki mannvera heldur Náttúran. Ég hef ekkert á móti þeim sem að trúa öðruvísi.

5. Ég er mjög þrósk, sérstaklega þegar það kemur að því að gefast upp. Ég er ekki manneskja sem gefst upp auðveldlega. Ég mun berjast fyrir því sem ég trúi og því sem ég vil þar til að það sé enginn annar möguleiki.

6. Ég er með sviðskrekk, þó svo ég elski að syngja.

7.  Ég er AAAALGJÖRT jólabarn! Ég elska jólin, veit samt ekki afhverju, en það er besti tími ársins! Það gæti kannski verið maturinn.

8. Ég rakaði mig sköllótta til að styrkja tengdamóður mína sem missti hárið vegna krabbameinsmeðferðar.

9. Ég er með yfirliða vandamál. Síðan árið 2012 hefur verið að líða yfir mig nokkrum sinnum á ári. Það er ekki vitað afhverju og ég hef farið í allsskonar rannsóknir. Ég mun mjög líklega þurfa að lifa með það allt mitt líf, eða þangað til að það hættir.

10. Ég er hef farið í hjartaaðgerð. Ég var 5 ára gömul og það var hjartaþræðing, ekki stór aðgerð. Ég man ekki eftir því, eina sem ég man voru trúða sængurverin og að horfa á mynd.

Kveðja,

Helga Rut

Ég er 22 ára gömul, á tvær litlar stelpur og bý í Njarðvík. Ég hef áhuga á tónlist, förðun, bakstri og mest af öllu börnunum mínum!

Back To Top
×Close search
Search