skip to Main Content
10 Hlutir Sem þið Mögulega Vissuð Ekki Um Mig – Kristín

10 hlutir sem þið mögulega vissuð ekki um mig – Kristín

Ég er alveg semí opin bók og því er kannski ekki margt sem ekki allir vita en ætla allavega að koma með 10 hluti um mig, vegna áskorunninnar frá Katrínu.

  1. Kjúklingasúpa er uppáhalds maturinn minn
  2. Ég hef séð yfir 200 mismunandi tegundir af þáttaseríum (allavega)
  3. Ég hef virkilega gaman af myndum, þáttum og að lesa mér til um raðmorðingja
  4. Ég vil eyða lífinu mínu í að hjálpa fólki
  5. Mér finnst best að vera heima hjá mér í kósy með voffann minn
  6. Ég á yfir 40 augnskuggapallettur (crazy right?) hahaha
  7. Mountain dew er uppáhalds drykkurinn minn
  8. Ég dekra hundinn minn í drasl og tala við hana eins og hún sé barnið mitt <3 hahaha
  9. Ég geri eins mikið og ég get fyrir aðra áður en ég hugsa um sjálfa mig
  10. Ég er með virkilega mikið OCD og það er að taka yfir líf mitt

Sumt er frekar djúpt á þessum lista en þetta er það sem að mér datt fyrst í hug. Uppá gamanið langar mig að skora á aðra, að búa til svona lista og pósta á samfélagsmiðla vegna þess að það er gaman!

Kristín Daðadóttir

Ég er 22 ára nemi við Háskóla Íslands að læra Félagsráðgjafann, mín helstu áhugamál eru að horfa á þætti, prjóna, makeup og vera með vinum mínum og fjölskyldu

Back To Top
×Close search
Search