skip to Main Content
Auðveldur Og Unaðslegur BBQ Kjúklingaréttur!

Auðveldur og unaðslegur BBQ kjúklingaréttur!

Þetta er mjög einföld uppskrift sem ég bara bjó til upp úr sjálfri mér og langar mér að deila henni með ykkur <3 Þessi uppskrift er fyrir tvo myndi ég segja en það er bara að tvöfalda eða þrefalda og svo framvegis, fer eftir fyrir hvað marga hann er eldaður.

Það sem þarf:

2 kjúklingabringur

1 poki af pokagrjónum

1 paprika

dass af enchilada kryddi frá Santa maria merkinu

og eins mikið af Honey mustard BBQ sósu eins og þú vilt (fer eftir hversu blautt þú vilt hafa þetta)

Svartur Doritos

Hvernig er hann eldaður:

Skera kjúklingabringurnar í bita og setja á pönnu,
Skera papriku niður í teninga og leggja til hliðar,
Byrja að sjóða pokagrjónin og steikja kjúklinginn.
Bíða þar til hann verður hvítur að utan og setja þá kryddið yfir hann – mér finnst því meira því betra.

Þegar kjúklingurinn er tilbúinn að innan, látið þá BBQ sósuna yfir og leyfið honum að marenerast aðeins á pönnunni á láum hita meðan grjónin klárast. Síðan eru grjónin sett saman við og jafnvel meiri BBQ sósu ef þarf og setja paprikuna þá saman við ásamt krömdum poka af doritos.

Blanda vel saman og volia!

Mér finnst þetta virkilega góður réttur og mæli hiklaust með honum!

Kristín Daðadóttir

Ég er 22 ára nemi við Háskóla Íslands að læra Félagsráðgjafann, mín helstu áhugamál eru að horfa á þætti, prjóna, makeup og vera með vinum mínum og fjölskyldu

Back To Top
×Close search
Search