skip to Main Content
Dásemdar Pasta

Dásemdar pasta

Það sem þarf:

Einn skinkupakki

Ein paprika

Einn Mexikó ost

Tagliatelle

400ml rjóma

Aðferð:

Setur pastað í pott með smá olíu og salti, skerð svo skinkuna og paprikuna í litla bita og setur það á pönnu. Skerð svo Mexikó ostinn í litla teninga og setur í pott ásamt rjómanum. Bíður eftir að það sé aðeins kominn litur á skinkuna og tekur svo pönnuna af hellunni, kíkir á sósuna og hvort teningarnir eru bráðnaðir og ef svo er þá tekuru sósuna til hliðar og þá er bara að bíða eftir pastanu ef það er ekki tilbúið það er að segja, svo skelli ég paprikunni og skinkunni ofan í pottinn hjá sósunni og svo þar á eftir sigta ég pastað og set saman við og hræri og Voilâ tilbúið ótrúlega gott pasta!

Þetta pasta er uppskrift sem ég bjó til bara upp úr sjálfri mér og heppnaðist svona líka svakalega vel, hentar 3 til 4 fullorðnum og svo auðvitað fleirum ef uppskriftinn er stækkuð, er btw að borða þetta pasta meðan ég skrifa þetta haha svo gott!

 

 

Kristín Daðadóttir

Ég er 22 ára nemi við Háskóla Íslands að læra Félagsráðgjafann, mín helstu áhugamál eru að horfa á þætti, prjóna, makeup og vera með vinum mínum og fjölskyldu

Back To Top
×Close search
Search