skip to Main Content
Aftur í Skólann!

Aftur í skólann!

Sumarið er að verða búið og alvara lífsins fer að taka við aftur. Ég vona að allir hafi notið sumarsins í botn og búið til helling af nýjum minningum með vinum og fjölskyldu.

Nú fer að styttast í að skólarnir byrji og rútína fer að komast á heimilishaldið aftur. Mig langaði því að koma með stutta færslu með „aftur í skólann“ ráðum. Ég viðurkenni samt að sum þessara ráða er hægt að tengja við miklu meira en bara skóla – og þá er það bara æðislegt!

Aftur í skólann ráð!

 1. Taktu þér tíma!

  Það að komast í rútínu tekur alltaf tíma. Ekki vera að stressa þig á því þó þér finnst þú ekki vera með allt á hreinu strax frá byrjun – það kemur.

 2. Farðu vel yfir helstu dagsetningar

  Flestir kennarar byrja önnina á því að kynna kennsluskrá fyrir komandi önn. Lestu þessar kennsluskrár vel – prentaðu þær út og strikaðu yfir (e. Highlight) mikilvægar dagsetningar. Fyrir suma virkar það líka að skrifa þessar dagsetningar upp í excel skjal eða bara í dagbók. Dæmi um mikilvægar dagsetningar geta verið: skiladagar fyrir verkefni, prófdagar, frídagar, annarlok og þess háttar.

 3. Lærdómsaðstaða

  Skólinn snýst jú um að læra og heimavinna er stór partur af því. Hvort sem þú ert í staðarnámi eða fjarnámi þá hef ég lært að góð aðstaða skiptir máli. Hvort sem þú velur að vera með skrifborð inn í herbergi hjá þér eða sitja við stofuborðið skaltu passa þig á að hafa nóg pláss. Það kemur þér á óvart hvað dótið sem fylgir námi tekur gífurlegt pláss. Ég vil einnig benda á að ef þú ert til dæmis í fjarnámi frá Háskóla eins og ég eru margir staðir sem bjóða upp á að þú getir komið þar inn og lært – jafnvel á öllum tímum sólarhring. Ég mæli með að nýta sér þessa þjónustu ef hún er í boði – það er rosa þægilegt að komast af heimilinu og læra í algjörum friði.

 4. Áhuginn verður að vera til staðar!

  Ef þú ert að fara í nám sem þú getur valið eins og Háskólanám eða valáfanga sem dæmi vertu þá viss um að áhuginn á náminu sjálfu sé til staðar. Ég veit vel að ekki er hægt að hafa áhuga á hverjum einasta áfanga í náminu en þá er rosa gott að hugsa um lokaútkomuna sem maður vill fá – það gerir námið mun auðveldara að hafa áhuga.

 5. Ekki vera hrædd/ur við að biðja um hjálp

  Það er svo eðlilegt að þurfa hjálp – við erum í skóla til að læra og ekki ætlast til þess að við kunnum allt. Notaðu þá aðstöðu sem þú hefur hvort sem það er á bókasafninu, námsráðgjafar, samnemendur eða fjölskyldumeðlimur. Ekki gleyma því að þú átt líka rétt á að spyrja kennarann – hans verk er að kenna þér svo nýttu þér það!

 6. Finndu þína aðferð!

  Hvort sem það er prófatíð eða verkefnaskil þá skaltu finna þínaaðferð við að læra. Sumir kennarar segja að maður eigi alltaf að hætta að læra klukkan 20:00 daginn fyrir próf og opna bækurnar ekki daginn sem prófið er. Þessi aðferð virkar fyrir suma meðan aðrir vilja læra lengur fram eftir kvöldi & svo aftur morguninn fyrir próf.
  Sjálf reyni ég að hafa þá reglu að læra aldrei lengur en til miðnættis en vakna líka oftast milli 6 og hálf 7 um morguninn til að renna fyrir glósur í seinasta skipti þegar ég er að fara í próf. Það er ekki til ein rétt aðferð. Taktu þér tíma og finndu hvað hentar þér.

 7. Sofðu nóg og drekktu nóg af vatni

  Það er ótrúlegt hvað nægur svefn og vatn getur gert mikið. Þetta tvennt er lykilinn af því að halda jafnvægi og einbeitingu í lagi. Vatn getur gert algjör kraftaverk ef maður er þreyttur eða einbeitingarlaus og þarf smá auka búst til að klára lærdóminn.


 8. Lærðu smá á hverjum degi

  Ég er ekki að segja að þú eigir að sitja sveitt/ur yfir lærdómi allan daginn. Það er hins vegar góð regla að læra eitthvað smá á hverjum degi og það einfaldar lífið töluvert fyrir verkefnaskil eða próf. Það er ekki hægt að setjast niður daginn fyrir stór verkefnaskil og ætla að læra allt námsefnið á 4-5 tímum – svoleiðis virkar það bara ekki.
  Þrátt fyrir þetta ráð vil ég samt minna þig á, kæri námsmaður, að þú mátt eiga líf líka. Það er ekkert sem bannar þér að fara út og hitta vini þína þó þú eigir eftir að læra eitthvað. Passaðu bara að forgangsraða rétt.

 9. Ekki láta einkunnir daga þig niður

  Ekki gera þær kröfur að fá eintómar 10 í öllu – trúðu mér það fer virkilega illa með andlegu heilsuna. Auðvitað er alltaf skemmtilegt að fá góðar einkunnir, en settu þér markmið sem þú veist að þú getur staðist. Mundu líka að það að falla er ekki dauðadómur – það er allt í lagi.
  Ég gleymdi aldrei þegar ég féll í fyrsta skipti í áfanga í menntaskóla – ég grét í góða 4 tíma eftir að ég fékk að vita það. Af hverju get ég ekki svarað beint, ég bara hélt að þetta þýddi að allt væri ónýtt. En það kom í ljós að svo var ekki – ég tók áfangann upp aftur, skipulagði mig betur og náði honum í annað skipti. Passaðu þig að láta einkunnir ekki draga þig niður – þú getur þetta!

 10. Njóttu!

  Elsku námsmaður ég hef bara eitt við þig að segja í viðbót – Njóttu!
  Nám er krefjandi, nám er vinna og nám getur verið alveg ótrúlega erfitt á köflum. Ekki gleyma því samt að námið getur líka verið ótrúlega skemmtilegt og á ekki að vera kvöð. Hugaðu til þess hvað það er sem þú færð eftir námið. Hvort sem það er stúdentspróf, háskólagráða eða sveinspróf – aldrei gleyma þessu markmiði!

Að lokum……

Hvort sem þú ert að fara í menntaskóla eða háskóla skaltu muna að njóta. Talaðu við samnemendur þína og búðu til vinasambönd – af reynslu get ég staðfest að mikið af þessum vinasamböndunum á eftir að hjálpa þér í gengum námið og lífið sjálft. Þetta er sá tími sem þú eignast vini til frambúðar, býrð til dýrmætar minningar og tekur ótal skref að nýju lífi.

Þessi ráð eru ekki heilög – og ekki þau einu sem til eru. Þetta eru bara topp 10 ráðinn sem ég vildi að mér hefði verið sagt áður en ég byrjaði í námi.

 

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir

21 árs gömul, búsett á Reyðarfirði. Er stúdent af félagsfræðibraut - félagsgreinarlínu úr FSu. Vinn á N1 á Reyðarfirði samhliða fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri en þar er ég að læra Fjölmiðlafræði. Helstu áhugamálin mín eru söngur, skrif, eldamennska og ljósmyndun.

Snapchat - stefaniahrund
Instagram: stefaniahrund97

Back To Top
×Close search
Search