skip to Main Content
Skemmtilegir Staðir Sem Fjölskyldan Getur Skoðað í Sumar

Skemmtilegir staðir sem fjölskyldan getur skoðað í sumar

Þegar þú hugsar til baka um sumarið 2018 hvað kemur upp í hugan? Jú það fer væntanlega eftir því hvar þú hefur verið stödd/staddur. Ef þú varst á suðurlandi sem dæmi er líklegt að þú munir helst eftir rigningu. Það er hins vegar alveg öfugt ef þú varst á austur eða norðurlandi – þá manstu helst eftir sól.

Það er því óhætt að segja að Sunnlendingum leyst ekki á blikuna þegar fréttir fóru að berast um að veðurfræðingar spá því að sumarið 2019 veðri eins og sumarið 2018.  

Þrátt fyrir að veðurspár geri ráð fyrir góðu sumri á austurlandi er ekkert sem staðfestir það strax. Sama hvernig veðrið er þá er alltaf gaman að fara hringferð um landið og eiga skemmtilegar stundir með fjölskyldu og vinum.
Ég ætla því að benda ykkur á nokkra áhugaverða staði vítt og breytt um landið sem gæti verið gaman að skoða í sumar 🙂

Áhugaverðir staðir fyrir sumarið!

Hornbjarg

Hornbjarg er gífulega fallegur staður á Hornströndum sem er á Vestfjörðum. Þessi staður er frábær fyrir áhugaljósmyndara því þarna er hægt að ná ótrúlega fallegum myndum. Hornbjarg er eitt af stærstu fuglabjörgum landsins og því er mikið líf þarna. Börn geta notið útsýnisins en nauðsynlegt er að passa vel upp á að þau hlaupi ekki úr augnsýn!

Place_863_1___Selected.jpg

                     Mynd fenginn af https://www.westfjords.is/static/toy/images/Place_863_3___Selected.jpg

 

Flatey á Breiðafirði

Sniðugt er að taka sér dagsferð og skreppa út í Flatey á Breiðafirði. Tekinn er ferja frá Brjánslæk og út í Flatey og tekur hver ferð sirka klukkutíma. Siglingin sjálf getur verið ótrúleg upplifun fyrir krakka á öllum aldri og brotið heldur betur upp á daginn. Þegar komið er út í Flatey er kjörið að rölta um bæinn, skoða kirkju og hús og enda svo í fjörunni þar sem allir ættu að geta fundið innra barnið í þeim sjálfum. Fuglalífið í Flatey er einnig stórfenglegt og því kjörinn staður fyrir fuglaáhugafólk .

 

Image result for Flatey á Breiðafirði

                                                 https://www.west.is/is/west/places/nature/flatey-island

Hraunfossar & Barnafoss – Borgarbyggð

Hraunfossar eru án efa einir af földu náttúruperlum landsins. Þessir fallegu fossar falla ofan í Hvítá og þarna yfir er göngubrú svo hægt er að skoða fossana frá ýmsum sjónarhornum. Í nágrenni við Hraunfossa er Barnafoss og því um að gera að slá tvær flugur í einu höggi og skoða báða í einu. Ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki svikinn af því að koma þarna – þvílík náttúrufegurð!

                                                      Hraunfossar

                                                          Barnafoss

 

Gullfoss & Geysir

Þessir klassísku staðir í uppsveitum Árnessýslu verða aldrei þreyttir. Sama hversu oft er stoppað og skoðað Gullfoss og Geysi fær maður aldrei nóg af þessum náttúruperlum. Ég tala nú ekki um ef börn eru með í ferðalaginu þá eru þessir staðir gífurlega spennandi og fallegir! Þarna skiptir mestu máli að passa vel upp á litla fólkið sem er í ferðalagi með okkur því þarna er oft mikið af fólki og auðvelt að týnast. Um að gera að taka sér heilan dag í þessa skoðunarferð og fara á veitingahús, leikvelli og önnur útisvæði þarna í kring.

http://gullfoss.is/

                                             Gullfoss

                                 Geysir

Tröllagarðurinn við Fossatún

Það er klárlega þess virði að kíkja við í tröllagarðinum sem staðsettur er við Fossatún í Borgarfirði. Þarna er hægt að rölta og fræðast um tröllin sem búa í náttúrunni. Á svæðinu er einnig helling af frábærum leiktækjum sem hægt er að prófa þegar búið er að finna nóg af tröllum. Hver vill ekki eiga mynd af sér ofan í potti hjá trölli?

Paradísarhellir undir Eyjafjöllunum

Hefur þú gaman af því að príla upp kletta? Langar sig að koma á söguslóðir þjóðsögunnar um Önnu á Stóru-Borg? Þá er Paradísarhellir eitthvað sem þú verður að skoða. Hellirinn er þannig staðsettur að auðvelt er að komast upp að honum fyrir fólk á öllum aldri. Þetta er kjörinn staður til þess að sitja í grasinu við hellinn, segja fjölskyldufólkinu söguna um Önnu á Stóru-Borg og njóta þess að slaka á. Þeir sem ekki eru lofthræddir geta svo prílað upp í Paradísarhelli og skoðað sig um.

            Paradísarhellir

Kjarnaskógur á Akureyri

Kjarnaskóg ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum! Þetta æðislega útivistarsvæði rétt utan við Akureyri er algjör paradís. Þarna er fallegt leiksvæði fyrir krakkana og nóg pláss til þess að hlaupa um og leika sér. Tilvalið að gera dag úr þessu, taka með sér nesti og fara í lautarferð, kenna krökkunum leiki eins og hlaupa í skarðið eða eina krónu og hafa gaman.

Image result for Kjarnaskógur Akureyri

Jólagarðurinn hjá Akureyri

„Á jólunum er gleði og gaman“ segir í einu fallegu jólalagi. Í Jólagarðinum rétt hjá Akureyri eru jól allan ársins hring. Þegar ég var barn var þetta skyldustopp fyrir foreldra mína ef þau komu nálægt Akureyri. Það breytti engu hvort það var júní eða nóvember alltaf þurfti ég að stoppa í Jólagarðinum. Þessi garður er eins og eitt stórt ævintýraland og hentar öllum aldri. Hver elskar ekki að heyra jólalög, finna ilm af hangikjöti og skoða fallegt jóladót? Úti er hægt að leika jólasvein, hlaupa um garðinn og fara upp í bráðskemmtilegan ævintýraturn sem inniheldur stærsta jóladagatal landsins!

Image result for Jólagarðurinn Akureyri

Dimmuborgir – Mývatnssveit

Dimmuborgir í Mývatnssveit er náttúruperla sem allir verða að skoða að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Sagan segir að Grýla, Leppalúði og Jólasveinarnir eigi heima þarna – en hæpið er að þeir séu á stjá svona að sumri til. Þrátt fyrir það er margt ofboðslega fallegt að sjá þarna, náttúran er stórkostleg og þarna er kjörinn staður fyrir lautarferð með fjölskyldunni. Auðvelt er að gleyma sér í köstulum og hrauninu þarna og síðan má njóta útsýnisins fyrir Mývatn.

Image result for Dimmuborgir

 Dimmuborgir

 

Minjasafnið Burstafell

Minjasafnið Burstafell sem er rétt hjá Vopnafirði er safn sem höfðar til allra aldurshópa. Safnið er í Torfbæ og er minjasafn um gamla tíma. Þarna er hægt að sjá alls konar hluti sem ekki þekkjast lengur í dag og er fínt að nýta tíman og kenna yngri kynslóðinni hvernig þetta var í gamla daga. Fyrir ofan torfbæinn er svo kaffihús þar sem hægt er að setjast niður og njóta eftir að hafa skoðað safnið.
Í byrjun Júlí hefur svo verið haldinn svokallaður Burstafellsdagur en þá verður safnið líflegt, eldri kynslóðin er með kennslu fyrir þá yngri t.d. í að storka smjör og ýmislegt í boði. Það eru dagar sem enginn má missa af!

Bustarfell Vopnafirði

             Burstafell                                               Mynd tekinn af heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

Sundlauginn Selárdal 

Þegar búið er að skoða Burstafell og kynna sér aðrar náttúruperlur í kring um Vopnafjörð er tilvalið að skella sér í sund í Selárdal. Sundlaugin er staðsett sirka 12 kílómetra utan við Vopnafjörð. Laugin er á ofboðslega fallegum stað við bakka Selár og útsýnið er himneskt. Á staðnum er einn heitur pottur og við enda hennar er einnig vaðlaug. Á staðnum er sólbekkjaraðstaða og nestispallur þar sem hægt er að gæða sér á snarli eftir langan dag.

Image result for Sundlauginn Selárdal

            Hér er gott að slappa af eftir langan dag

Mjóifjörður

Mjóifjörður er 18 kílómetra langur fjörður á Austurlandi. Sagt er að þarna sé oftast besta veðrið hvort sem það eru sögusagnir eða ekki. Mjóifjörður er þekktur fyrir að vera berjamikill staður ásamt því að umhverfið þarna er himneskt. Til þess að fullkomna heimsóknina er hægt að fara út á Dalatanga en þar er viti og byggð við ysta haf. Í Mjóafirði er hægt að skoða alls konar fallega fossa, dali, skriður og fleira. Ef þú vilt gera ferðina enn lengri og skemmtilegri er boðið upp á að fara sjóleiðinni frá Neskaupstað tvisvar í viku.

Image result for Mjóifjörður

 Útsýnið á Mjóafirði er ótrúlega fallegt

Stríðsárasafnið á Reyðarfirði

Hernámið á Reyðarfirði er saga sem margir hafa heyrt, en fáir þekkja almennilega. Reyðfirðingar hafa þó verið duglegir að halda þessari sögu á lofti og eru með sérstakt Stríðsárasafn. Á safninu er hægt að rölta um, skoða muni og hlusta á frásagnir fólks frá þessum tíma. Úti við safnið standa braggar og loftvarnabyrgi ásamt gömlum herbílum sem safnið á. Það skemmir ekki fyrir að í kring um safnið er fallegt umhverfi þar sem hægt er að hlaupa um eða labba, skoða fossa og ár og njóta náttúrufegurðarinnar sem Reyðarfjörður hefur upp á að bjóða.

Image result for Stríðsárasafnið

Helgustaðanáma

Gömul silfurbergsnáma sem er að finna á leiðinni frá Eskifirði út í Vöðlavík. Upp að námunni er göngustígur sem auðvelt er að ganga og þessi spölur er klárlega þess virði. Í námunni er fullt af Silfurbergi sem gaman er að skoða en stranglega bannað er að taka silfurberg úr námunni. Æðislegur staður til þess að leyfa börnum jafnt sem fullorðnum að upplifa hreina náttúrufegurð.

Image result for Helgustaðanáma

 

Blönduós

Síðast en alls ekki síst verð ég að nefna Blönduós. Bærinn í heild sinni er svo heillandi og það er svo margt að sjá. Tilvalið er að taka sér göngu um gamlahverfið og fá þannig smjörþef af sögu bæjarinns. Eitt fallegasta augnablik sem ég upplifði sem barn var að sitja á bökkum Blöndu og horfa á sólsetrið – ég lýg því ekki, þessi sjón var svo falleg. Um bæinn er gaman að labba og skoða, göngustígurinn með fram Blöndu er mjög heilandi. Ekki skemmir það fyrir að á staðnum er æðisleg sundlaug og leikvöllurinn við skólann er einn sá skemmtilegasti á landinu.

Image result for Blönduós

 

Listinn hér að ofan er alls ekki tæmandi – það er svo margt á þessu fallega landi okkar sem hægt er að skoða og dunda sér við! Ég hvet alla til þess að taka fjölskylduna eða vinahópinn í ferðalag um landið í sumar og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.

 

Gleðlilegt sumar! 🙂 

 

 

 

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir

21 árs gömul, búsett á Reyðarfirði. Er stúdent af félagsfræðibraut - félagsgreinarlínu úr FSu. Vinn á N1 á Reyðarfirði samhliða fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri en þar er ég að læra Fjölmiðlafræði. Helstu áhugamálin mín eru söngur, skrif, eldamennska og ljósmyndun.

Snapchat - stefaniahrund
Instagram: stefaniahrund97

Back To Top
×Close search
Search